David Beckham var að gefa út heimildarmynd á Netflix þar sem farið er í alla helstu viðburði úr hans lífi. Þættirnir hafa strax notið mikilla vinsælda en þar er farið yfir víðan völl.
Í einum þættinum var verið að ræða við eiginkonu hans, Victoriu. Þar sagði hún að hún og David kæmu bæði af verkamaönnum.
„Foreldrar okkar unnu hart að sér. Við komum af verkamönnum,“ sagði Victoria.
David lá að hleri og þvertók fyrir það að Victoria kæmi af verkamönnum.
„Vertu hreinskilin!“ hrópaði hann. „Á hvernig bíl keyrði pabbi þinn þér í skólann?“
Eftir að malda töluvert í móinn svaraði Victoria loks. „Á níunda áratugnum átti pabbi minn Rolls Royce.“
Þetta drepfyndna atriði má sjá hér að neðan.
Hahahaha David Beckham wasn’t having Victoria as coming from a working class family. pic.twitter.com/sVBM7IxK6T
— AFC GLEN (@AFC_GLEN) October 4, 2023