fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Blikar ætla sér sigur en gera ráð fyrir ansi krefjandi leik – „Menn skulu ekki láta plata sig á því“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, býst við ansi krefjandi leik gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Blikar taka á móti Zorya eftir að hafa tapað fyrsta leik riðlakeppninnar gegn Maccabi Tel Aviv ytra, 3-2.

„Þeir eru gríðarlega duglegir. Þetta er ungt og orkumikið lið. Þeir eru sterkir í skyndisóknum og með öflugan framherja frá Panama, Guerrero. Þeir hafa farið í riðlakeppnina nokkrum sinnum,“ sagði Óskar um andstæðing morgundagsins á blaðamannafundi í Laugardal, en þar fer leikurinn á morgun fram.

„Þeim hefur ekki gengið vel í deildinni heima. Þeim hefur kannski ekki tekist að halda vel á spilunum á tveimur stöðum frekar en sumir aðrir. Við eigum bara von á gríðarlega erfiðum leik.“

Óskar segir að Blikar stefni á sigur í leiknum og að það sé vel raunhæft. Það megi þó ekki láta blekkjast af slæmum árangri Zorya heima fyrir.

„Ég met okkar möguleika bara fína. Zorya er gott lið og menn skulu ekki láta plata sig á því að þeir hafi átt í smá vandræðum í deildinni. Úkraínska deildin er öflug og jöfn. Auðvitað lítur það þannig út á pappír að Zorya sé næst okkur í styrkleika, að Maccabi og Gent séu tvö sterkustu liðin.

Við mætum í þennan leik með tvö markmið, að sýna góða frammistöðu og að henni fylgi úrslit. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og teljum okkur eiga raunhæfa möguleika á því. En það þarf allt að smella. Þú mátt eiginlega ekki gera mistök og þarft að refsa fyrir þau mistök sem andstæðingarnir gera. Ef þú gerir það ekki eru eiginlega engar líkur á að þú fáir eitthvað út úr leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“