fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Kjaftasagan um Óskar og KR flýgur hátt en gæti verið komið að fyrstu konunni? – Gæti Valur farið í breytingar og allt fari þá í einn hring?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks er nú sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá uppeldisfélagi sínu KR. Kjaftasagan hefur farið hátt eftir að Óskar lýsti því yfir á sunnudag að draumur hans væri að þjálfa KR.

Í hlaðvarpsþáttum og á kaffistofum hefur því verið haldið fram að Óskar hætti sem þjálfari Breiðabliks að loknu tímabilinu. KR er í þjálfaraleit eftir að stjórn félagsins ákvað að endurnýja ekki samning sinn við Rúnar Kristinsson.

„Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist,“ sagði Óskar Hrafn við Stöð2 Sport eftir tap Breiðabliks gegn KR á sunnudag.

Óskar lék með KR og hefur þjálfað yngri flokka félagsins, hann er að klára fjórða tímabilið sitt í Kópavoginum og hefur unnið einn Íslandsmeistaratitl auk þess að koma liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Óskar er hins vegar ekki eini kosturinn sem KR skoðar, Elísabet Gunnarsdóttir er að hætta sem þjálfari Kristianstad eftir fimmtán ár í starfi þar. Er hún ein þeirra sem er nú orðuð við starfið hjá KR.

Elísabet gæti þar með orðið fyrsta konan sem stýrir félagi í efstu deild karla á Íslandi, er hún í hópi færustu þjálfara landsins og gæti þá útspil KR orðið áhugavert.

Fleiri eru nefndir til sögunnar og má þar nefna Sigurð Ragnar Eyjólfsson, Haldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks og fleiri.

Páll Kristjánsson formaður KR gat ekkið tekið símann á meðan þessi frétt var í vinnslu og ekki náðist í Flosa Eiríksson, formann knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Arnar Grétarsson.

Gætu orðið breytingar hjá Val?

Samkvæmt heimildum 433.is eru líkur á því að Sigurður Heiðar Höskuldsson hætti sem aðstoðarþjálfari Vals en forráðamenn Þórs á Akureyri liggja nú í honum og vonast til að hann taki við Lengjudeildarliðinu.

Arnar Grétarsson er að klára sitt fyrsta tímabil sem þjálfari Vals og hefur náð góðum árangri. Þrátt fyrir það hafa heyrst sögur um að Rúnar Kristinsson gæti tekið við Val að loknu tímabili.

Hætti Óskar með Breiðablik er Arnar Grétarsson nefndur sem mögulegur arftaki hans, Arnar gerði vel með Breiðablik þegar hann stýrði liðinu frá 2015 til 2017.

Brottrekstur hans var mjög umdeildur á sínum tíma en tíminn læknar öll sár og gæti endurkoma Arnars í Kópavoginn verið í kortunum, fari Óskar Hrafn frá félaginu.

Þannig gæti allt farið í einn hring hjá þessum félögum, Óskar tæki við KR af Rúnari, sem tæki við Val af Arnari sem tæki þá við Breiðablik af Óskari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“