fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Chelsea ætlar sér „ekki að gefast upp“ þrátt fyrir að tilboði hafi verið hafnað – Vilja uppfylla draum leikmannsins

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 12:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úr­vals­deildar­fé­lagið Chelsea er hvergi nærri hætt á fé­lags­skipta­markaðnum í janúar þrátt fyrir að hafa eytt yfir 150 milljónum punda í nýja leik­menn undan­farnar vikur.

Fé­lags­skipta­sér­fræðingurinn Fabrizio Roma­no greinir nú frá því að Chelsea muni halda á­fram að ræna næla í Malo Gusto, bak­vörð Lyon í Frakk­landi eftir að fyrsta til­boði fé­lagsins í leik­manninn var hafnað.

Chelsea hefur náð sam­komu­lagi við leik­manninn sjálfan um kaup og kjör en við­ræðurnar stranda á sam­komu­lagi fé­laganna.

„Chelsea mun reyna aftur við Malo Gusto seinna í vikunni,“ skrifar Roma­no í færslu á Twitter nú í morgun. „Við­ræður eru enn í gangi eftir að fyrsta til­boði fé­lagsins var hafnað. Lyon vill halda í bak­vörðinn en Chelsea ætlar sér ekki að gefast upp.“

Roma­no segir Malo Gusto eiga sér draum um að spila í ensku úr­vals­deildinni en þessi 19 ára gamli Frakki ólst upp í akademíu Lyon. Hann á að baki 54 leiki fyrir aðal­lið fé­lagsins og lands­leiki fyrir yngri lands­lið Frakk­lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?