fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Endar Andri Rúnar á Hlíðarenda?

433
Laugardaginn 14. janúar 2023 08:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rífandi stemming á Hringbraut á föstudagskvöld þegar Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins mætti og ræddi fréttir vikunnar hjá Benna Bó ásamt Herði Snævar Jónssyni, fréttastjóra íþrótta hjá Torgi.

Andri Rúnar Bjarnason fékk samningi sínum við ÍBV rift í vikunni og skoðar nú kostina sína. Þessi 32 ára framherji var aðeins í ár hjá ÍBV en hann skoraði tíu mörk í sumar.

„Ég hef heyrt tvo möguleika í stöðunni, að hann endi á Hlíðarenda. Patrick Pedersen er meiddur og það virðist smá óvissa,“ sagði Hörður Snævar.

„Valur getur tekið þennan launapakka, vel yfir milljón á mánuði.“

Hörður telur þó líklegast að að Andri endi í Grindavík þar sem hann átti áður góða tíma. Liðið leikur í næst efstu deild en er stórhuga.

„Ég held að það sé líklegast að hann endi í Grindavík, þar er til nóg af peningum eftir söluna á Vísi. Þeir eru stórhuga og ætla sér upp, það er líklegast. En heyrt að Valur sé einnig á borðinu.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Í gær

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Í gær

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
Hide picture