Tvö ensk félög eru í eldlínunni í kvöld er fyrsta umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur áfram.
Það fer fram stórleikur á Allianz Arena í Munchen er Bayern Munchen fær lið Manchester United í heimsókn.
Þar mætir Harry Kane til leiks og spilar við þekkta mótherja en hann lék með Tottenham á síðustu leiktíð.
Arsenal fær töluvert auðveldara verkefni og fær hollenska félagið PSV Eindhoven í heimsókn.
Hér má sjá byrjunarlið leiksins.
Bayern Munchen: Ulreich; Laimer, Upamecano, Kim, Davies; Kimmich, Goretzka; Sané, Musiala, Gnabry; Kane.
Man Utd: Onana; Dalot, Lindelof, Martínez, Reguilon; Casemiro, Eriksen; Fernandes, Pellistri, Rashford; Hojlund
Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Rice, Odegaard, Havertz; Saka, Jesús, Trossard.
PSV: Benítez; Teze, Boscagli, Bella-Kotchap, Dest; Schouten, Saibari, Veerman; Bakayoko, de Jong, Lang.