Nicolas Pepe gekk í raðir Trabzonspor í Tyrklandi frá Arsenal á dögunum.
Kappinn var lengi vel dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en hann var keyptur frá Lille á 72 milljónir punda árið 2019.
Pepe stóð ekki undir væntingum og er farinn til Tyrklands á frjálsri sölu. Hann segir að það hafi verið auðvelt að velja Trabzonspor.
„Það voru önnur félög í Tyrklandi sem höfðu áhuga en það sem skipti öllu var forsetinn, varaforsetinn og knattspyrnustjórinn,“ segir Pepe.
„Varaforsetinn ferðaðist til að hitta mig og ræða við mig. Hann útskýrði verkefnið fyrir mér. Þetta var eitthvað sem heillaði mig mikið og ég gat ekki hafnað boðinu.“