Jordi Alba, leikmaður Inter Miami, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna 34 ára gamall.
Þetta var staðfest í dag en vinstri bakvörðurinn spilaði 93 landsleiki á sínum ferli og skoraði níu mörk.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona en gekk í raðir Miami í sumar og spilar nú í MLS-deildinni.
Þrír fyrrum leikmenn Barcelona eru á mála hjá Miami eða Lionel Messi, Sergio Busquets og Alba.
Alba var lengi einn allra besti bakvörður Evrópu en mun nú algjörlega einbeita sér að félagsliði sínu.