Mason Greenwood er í klandri og í vandræðum með að finna sér lið nú þegar félagaskiptaglugginn á Ítalíu hefur lokað.
Greenwood hafði vonast eftir því að fara til Lazio en það er út af borðinu.
Möguleikar eru til staðar í Tyrklandi og mögulega í Sádí Arabíu.
Manchester United ætlar ekki að spila þessum 21 árs gamla framherja aftur og er að hjálpa honum að finna sér nýtt starf.
Það hefur ekki gengið vel og nú þegar Lazio er af borðinu virðast möguleikar hans ekki margir.
Greenwood var sakaður um ofbeldi í nánu sambandi en lögregla hætti rannsókn á dögunum og Greenwood er því frjáls ferða sinna.
Italian transfer window has just closed. Mason Greenwood to Lazio, OFF. ⛔️🚪
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2023