Dregið var í deildarbikarinn nú rétt í þessu en öll stærstu liðin mæta til leiks í þessari næstu umferð. Það er Manchester United sem hefur titil að verja.
Lærisveinar Erik ten Hag mæta Crystal Palace á heimavelli.
Það verður slagur í London þar sem Brentford og Arsenal eigast við. Þá munu Chelsea og Brighton eigast við í áhugaverðum leik.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Salford City sem er í eigu Gary Neville og félaga. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Cardiff mæta Blackburn þar sem Arnór Sigurðsson er á meðal leikmanna.
Liverpool mætir Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það er svo stórleikur þegar Newcastle og Manchester City eigast við.
Drátturinn:
Ipswich – Wolves
Exeter – Luton
Aston Villa – Everton
Manchester United – Crystal Palace
Port Vale – Sutton United
Bradford – Middlesbrough
Bournemouth – Stoke City
Lincoln – West Ham
Brentford – Arsenal
Chelsea – Brighton
Salford City – Burnley
Fulham – Norwich
Blackburn – Cardiff City
Liverpool – Leicester
Newcastle – Manchester City
Mansfield – Peterbrough