Nicolas Tagliafico vinstri bakvörður Lyon er að þrýsta á félagið sitt að fá að fara til Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar á föstudag.
United vill fá bakvörðinn á láni en Lyon vill helst selja hann ef félagið á að hleypa honum burt.
Tagliafico er þrítugur landsliðsmaður frá Argentínu sem lék vel hjá Ajax undir stjórn Ten Hag. Hann kom til Lyon fyrir ári síðan.
Lyon og Manchester United eru með opið samtal samkvæmt blaðamanni The Times og segir hann að Tagliafico sé sá vinstri bakvörður sem Ten Hag vill fá.
Luke Shaw er alvarlega meiddur og spilar líklega ekki aftur fyrr en í kringum í jólin en um er að ræða vöðvameiðsli.
Told Erik ten Hag's number one target for LB, Nicolas Tagliafico, is pushing for a move to Man Utd. Lyon wish to keep the 30yo, but talks are underway over the structure of a deal, as reported elsewhere – PL side would rather straight loan.
— Jacque Talbot (@jac_talbot) August 29, 2023