Samkvæmt frétt Football Insider er Arsenal opið fyrir því að hleypa Emile Smith-Rowe annað fyrir gluggalok í lok vikunnar.
Eftir að hafa verið lykilmaður á þarsíðasta tímabili var Smith-Rowe í aukahlutverki á því síðasta og þá hefur hann ekki spilað í upphafi þessarar leiktíðar.
Smith-Rowe var afar óvænt orðaður við Chelsea í gær og eru bláliðar sagðir hafa áhuga á honum.
West Ham hefur einnig verið nefnt til sögunnar.
Football Insider segir að Arsenal muni skoða tilboð á bilinu 35-40 milljónir punda fyrir gluggalok.