Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir það áhyggjuefni fyrir Liverpool að Trent Alexander-Arnold virðist aldrei ætla að læra af mistökum sínum.
Bakvörðurinn öflugi hefur í mörg ár verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og staðsetningar á vellinum.
„Harry Redknapp ræddi þessa hluti við mig þegar ég var ungur, ég vildi bara hugsa um boltann. Sendingar og hreyfingar, koma boltanum fram og það var allt sem var í hug mínum. Ég gleymdi því að verjast, Redknapp lét mig vita af því að það væri í góðu lagi að gera mistök en ég yrði geta lært af þeim,“ segir Ferdinand.
„Það er mín gagnrýni á Trent, ég hef áhyggjur af þessu hjá honum. Hann gerir sömu mistökin varnarlega í stöðunni einn á móti einum. Hann hefur gert þessi mistök í tvö ár núna og gerði þau áður.“
„Hann verður að læra,“ sagði Ferdinand og ræddi leik Liverpool og Newcastle um helgina þar sem Trent var í vandræðum.
„Trent vissi fyrri leikinn að Gordon myndi keyra á hann og það er áskorun en hann verður að fara að læra.“