Manchester United hefur boðið Real Madrid það að kaupa hinn franska sóknarmann, Anthony Martial en til að byrja með tæki Real Madrid hann á láni.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United vill fá inn annan framherja en þarf fyrst að losa sig við leikmenn.
Martial er einn launahæsti leikmaður United en undanfarin ár hafa reynst honum erfið.
Martial yrði fyrst um sinn lánaður til Real Madrid en svo gæti spænska félagið keypt hann á 12,8 milljónir punda.
Real Madrid hefði áhuga á að bæta við sig framherja eftir að Karim Benzema fór en ólíklegt er að félagið stökkvi á það tilboð að fá Martial.