Brighton 1 – 3 West Ham
0-1 James Ward-Prowse(’19)
0-2 Jarrod Bowen(’58)
0-3 Michail Antonio(’63)
1-3 Pascal Gross(’81)
West Ham kom mörgum á óvart í kvöld og vann frábæran útisigur á Brigthon í lokaleik dagsins á Englandi.
Staðan var 1-0 í hálfleik en James Ward Prowse kom West Ham yfir og hefur byrjað feril sinn afar vel þar eftir komuna frá Southampton í sumar.
Jarrod Bowen og Michail Antonio skoruðu svo tvö mörk til að koma West Ham í 3-0 og ljóst að fyrsta tap Brighton í deildinni væri á leiðinni.
Pascal Gross lagaði stöðuna fyrir Brighton undir lok leiks en 3-1 tap heima niðurstaðan sem kemur West Ham í toppsætið eftir þrjár umferðir.