Luka Modric miðjumaður Real Madrid er ósáttur með spilatíma sinn en er ekki á förum frá félaginu þrátt fyrir áhuga.
Modric eins og öllum stærstu nöfnum fótboltans stendur til boða að fara til Sádí Arabíu.
Modric er á síðustu metrum ferilsins en gerði eins árs samning við Real Madrid á dögunum sem hann ætlar að virða.
„Luka Modric til Sádí Arabíu? Hann hefur tekið ákvörðun um að vera áfram hérna,“ segir Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid.
Ancelotti hefur ekki verið að spila Modric mikið í upphafi móts en koma Jude Bellingham til félagsins hefur fækkað tækifærum hans.
„Hann er ekki ánægður með að vera ekki að spila, það er skrýtið fyrir hann en hann mun fá mínútur. Hann mun hjálpa okkur á tímabilinu.“