fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Lygileg frásögn Indriða: Svona hafði stórstjarna áhrif á feril hans – „Ég hugsaði bara; Hvaða kjaftæði er þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson var nálægt því að ganga til liðs við Southampton á yngri árum en ungur drengur sem átti eftir að verða einn besti leikmaður heims kom í veg fyrir það. Indriði ræddi þetta í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Indriði á að baki atvinnumannaferil í Belgíu og Noregi. Þá lék hann 65 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefði hins vegar getað farið til Englands en hann fór á reynslu hjá B-deildarliði Southampton.

„Mér leist mjög vel á það, gekk vel á æfingum og svona,“ segir Indriði um reynsluna hjá Southampton.

Þjálfari Southampton tjáði Indriða hins vegar að hann hyggðist nota 16 ára leikmann í stöðu vinstri bakvarðar og gæti því ekki samið við Íslendinginn.

„Hann segir við mig: „Við sjáum alveg að þú ert nógu góður til að vera hérna en við erum með einn ungan og efnilegan sem við viljum nota. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart honum ef við myndum semja við þig og ekki sanngjarnt gagnvart þér ef við myndum semja við þig og spila honum.“ Þetta var Gareth Bale,“ segir Indriði og hlær, en Bale átti auðvitað eftir að eiga glæstan feril með Real Madrid og Tottenham síðar meir.

Indriði var fljótur að sýna því skilning að Southampton vildi nota Bale frekar, þó þetta hafi aðeins farið í taugarnar á honum fyrst um sinn.

„Maður skildi það kannski ekki þá. Ég hugsaði bara: Hvaða kjaftæði er þetta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
433Sport
Í gær

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum