Arsenal er á barmi þess að selja framherjann Folarin Balogun til Monaco í Frakklandi. Fjöldi miðla segir frá.
Þessi 22 ára gamli framherji raðaði inn mörkum með Reims í Frakklandi á síðasta ári.
Fjöldi liða hefur sýnt Balogun áhuga í sumar en Arsenal hefur sett háan verðmiða á hann sem Monaco hoppar á.
Balogun er ekki eini leikmaðurinn sem Arsenal er að losa sig við því Kieran Tierney er á leið til Real Sociedad.
Skoski bakvörðurinn verður lánaður til Sociedad en spænska félagið borgar öll laun hans og getur keypt hann á næsta ári.