Í morgun sögðu ensk götublöð frá því að líklega myndi Sheik Jassim ganga frá kaupum á Manchester United í október en svo virðist ekki vera.
Sky Sports segir að hópurinn frá Katar sé enn með tilboð sitt á borði Glazer fjölskyldunnar en ekkert sé að gerast.
Söluferlið hófst í nóvember á síðasta ári en ekkert hefur heyrst um framgang þess í sumar.
Sky segir að Katarar óttist að Glazer fjölskyldan ætli ekki að selja United en 5 milljarða punda tilboð Sheik Jassim sé enn í gildi.
Sir Jim Ratcliffe er einnig á höttunum á eftir félaginu en hann vill eiga félagið með Glazer fjölskyldunni til að byrja með.