Leit Jurgen Klopp, stjóra Liverpool að fleiri miðjumönnum heldur áfram og er nú fjallað um áhuga hans á Kalvin Phillips, miðjumanni Manchester City.
Phillips kom til City fyrir ári síðan frá Leeds en hefur svo sannarlega ekki fundið taktinn.
Pep Guardiola, stjóri City virðist ekki hafa miklar mætur á Phillips og spilar honum lítið sem ekkert.
City borgaði 50 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem hefur mögulega áhuga á því að fara.
Klopp vill bæta við einum miðjumanni til viðbótar áður en glugginn lokar og nú segja ensk blöð að Phillips gæti orðið skotmark hans.