Pep Guardiola, stjóri Manchester City, verður fjarverandi í næstu tveimur leikjum Manchester City eftir aðgerð.
Spánverjinn hélt til heimalandsins í smávægilega aðgerð vegna meiðsla í baki.
Aðstoðarmaðurinn Juanma Lillo mun stýra leikjum City gegn Sheffield United og Fulham og snýr Guardiola svo aftur eftir landsleikjahlé um miðjan næsta mánuð.
City er með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins.
Pep Guardiola has today undergone a routine operation on a back problem.
Everyone at Manchester City wishes Pep a speedy recovery, and look forward to seeing him back in Manchester soon.
— Manchester City (@ManCity) August 22, 2023