Hegðun Luis Rubiales, formanns spænska knattspyrnusambandsins eftir úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í gær þegar hann ákvað að kyssa einn leikmann liðsins á munninn.
Spænsku stelpurnar unnu góðan sigur á Englandi í úrslitaleiknum og urðu Heimsmeistarar.
Jenni Hermoso var að fagna titlinum þegar formaðurinn kom til hennar og kyssti hana beint á munninn.
Mörgum var brugðið og töldu hegðun formannsins ekki boðlega. „Ég naut ekki þessa augnabliks,“ sagði Jenni þegar hún var spurð um málið eftir leik.
Formaðurinn hefur reynt að slá á létta strengi með atvikið en mikil ólga hefur verið í spænska hópnum í kringum mótið en þær stóðu saman og unnu mótið á sannfærandi hátt.