Barcelona lánaði í dag Sergino Dest til hollenska liðsins PSV.
Bakvörðurinn verður lánaður út þetta tímabil og hefur PSV svo möguleika á að kaupa hann fyrir 11 milljónir evra næsta sumar.
Dest er 22 ára gamall. Hann fæddist í Hollandi en spilar fyrir bandaríska landsliðið. Kappinn var keyptur til Barcelona árið 2020 frá Ajax.
Hann var á láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð og ætlaði að berjast fyrir sæti sínu hjá Börsungum á þessari leiktíð. Allt kom hins vegar fyrir ekki og er hann farinn.
Annars er það að frétta af bakvarðamálum Barcelona að Joao Cancelo er að koma á láni frá Manchester City með kaupmöguleika.
He arrives! 🇺🇸 pic.twitter.com/VFUArux6ko
— PSV (@PSV) August 21, 2023