Barcelona 2 – 0 Cadiz
1-0 Pedri
2-0 Ferran Torres
Barcelona vann sinn fyrsta deildarleik í sumar í kvöld er liðið mætti Cadiz á heimavelli sínum, Nou Camp.
Staðan var lengi markalaus í leiknum en Pedri og Ferran Torres skoruðu mörk Börsunga seint í viðureigninni.
Barcelona gerði markalaust jafntefli við Getafe í fyrstu umferð og er tveimur stigum frá toppnum.
Á toppnum er Real Madrid með sex stig og fullt hús eftir tvo leiki.