Aston Villa 4 – 0 Everton
1-0 John McGinn(’18)
2-0 Douglas Luiz(’24, víti)
3-0 Leon Bailey(’51)
4-0 Jhon Jader Palacio(’75)
Everton var alls ekki sannfærandi í dag í öðrum deildarleik sínum er liðið heimsótti Aston Villa.
Villa þurfti að svara fyrir sig eftir vonda byrjun þar sem liðið tapaði 5-1 gegn Newcastle í fyrstu umferð.
Það var nákvæmlega það sem heimamenn gerðu og skoruðu fjögur mörk á lánlaust lið Everton.
Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Villa og snemma í seinni hálfleik gerði Leon Bailey alveg út um leikinn áður en Jhon Jader Palacio rak naglann í kistuna.
Sannfærandi sigur Villa staðreynd og fyrstu stigin komin í deildinni.