Það er tímaspursmál hvenær Joao Cancelo skrifar undir sem leikmaður Barcelona.
Portúgalinn er á leið til Börsunga frá Manchester City á láni út þetta tímabil.
Cancelo var einmitt á láni hjá Bayern Munchen seinni hluta síðustu leiktíðar, en hann og Pep Guardiola stjóri City eiga ekki skap saman.
Cancelo vill ólmur komast til Barcelona sem fyrst en félagið þarf að ná samkomulagi við City um hvernig eigi að hátta launagreiðslum til leikmannsins.
Lánið mun innihalda kaupmöguleika fyrir Barcelona næsta sumar.
João Cancelo to Barça, matter of time. Negotiations are advanced with City — no agreement yet on salary coverage & loan fee but getting closer. 🔵🔴⏳
João wants Barça, not negotiating with any other club.
Deal will include buy option clause not mandatory.
Talks ongoing. pic.twitter.com/jQnuZK4VGx
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2023