Það eru að eiga sér stað breytingar á bak við tjöldin hjá Breiðabliki því Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar, staðfestir við Fótbolta.net að búið sé að segja upp samningi Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála.
Mikið hefur verið rætt um hugsanlegt ósætti Ólafs og Óskars Hrafn Þorvaldssonar, þjálfara karlaliðs Breiðabliks, en Flosi segir uppsögnina ekki hafa neitt með slíkt að gera heldur sé aðeins verið að endurskipuleggja starfið hjá félaginu.
Jafnframt kemur fram að Ólafur muni vinna þriggja áfram fyrir Breiðablik á þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Ólafur hefur gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála í Kópavoginum í um 18 mánuði.