Það liggur enginn vafi á því að knattspyrnumaðurinn Mauro Icardi og Wanda Nara eru tekin saman á ný eftir stormasöm sambandsslit.
Wanda og Icardi voru hætt saman eftir átta ára hjónaband og voru sambandsslitin áberandi í fjölmiðlum.
Þau eru hins vegar tekin saman á ný og birtu þau myndir af sér saman á snekkju á dögunum. Þar vekur djarft bikiní Wöndu athygli. Myndirnar má sjá hér neðar.
Hjónaband þeirra Wöndu og Icardi hefur í raun farið fram fyrir framan heimspressuna frá upphafi. Þau eru bæði skrautlegir karakterar og er aldrei lognmolla í kringum þau. Þá hafa þau oft hætt saman og byrjað saman á ný.
Fyrr í sumar fyrr í sumar birtust fréttir þess efnis að Wanda og Icardi væru tekin saman á ný og nýjar myndir staðfesta það án efa.