Merih Demiral er á leið til Al Ahli og verður því næsta stjarnan í sádiarabískudeildinni, en þangað hefur auðvitað fjöldinn allur af stjörnum elt peningana í sumar.
Demiral er 25 ára gamall og kaupir Al Ahli hann af Atalanta á Ítalíu fyrir 20 milljónir evra.
Tyrkneski landsliðsmiðvörðurinn mun þá þéna 33 milljónir evra á þriggja ára samningi. Það gerir tæpa fimm milljarða íslenskra króna.
Demiral hefur verið í tvö ár hjá Atalanta en hann var áður hjá Juventus og Sassuolo á Ítalíu.