Forráðamenn FC Bayern höfðu áhuga á því að semja við David de Gea um að koma frítt til félagsins en Thomas Tuchel þjálfari liðsins tók fyrir það.
Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi segir frá þessu og segir að viðræður Bayern og De Gea hafi átt sér stað.
Bayern leitar að markverði til að keppa við Manuel Neuer en Yann Sommer er að öllum líkindum á förum.
De Gea er án félags eftir að Manchester United ákvað að láta hann fara þegar samningur hans rann út.
Tuchel vill hins vegar ekki fá spænska markvörðinn til félagsins en eftir löng meiðsli er stutt í endurkomu Neuer hjá félaginu.
De Gea virðist í vandræðum með að finna sér nýtt félag og bíður eftir tilboði til að stökkva á. Tuchel vildi fá Steffan Ortega frá Manchester City en enska félagið neitar að selja hann.
ℹ️ FC Bayern will also not sign David De Gea. It’s decided. Tuchel has vetoed it, especially since a return of @Manuel_Neuer is expected within the next few weeks.
➡️ As reported: Tuchel was pushing for #Ortega and had a phone call with him – but the deal is close to be off now.… pic.twitter.com/LkyTNiPR4H
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 17, 2023