Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur tekið upp símann og hringt í Sofyan Amrabat miðjumann Fiorentina og vill fá hann til félagsins.
Klopp vill fá inn tvo miðjumenn til félagsins og Amrabat er einn þeirra.
Moises Caicedo og Romeo Lavia voru á óskalista Liverpool en höfnuðu báðir félaginu til þess að fara til Chelsea.
Manchester United hefur haft áhuga á Amrabat í sumar en vegna þess að Harry Maguire og Scott McTominay fara ekki, þá getur félagið ekki fest kaup á neinum.
Amrabat er klár í að fara til Liverpool eftir símtalið frá Klopp en hann vakti athygli fyrir vaska framgöngu með Marokkó á HM í Katar.
Liverpool er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Wataru Endo hjá Stuttgart. Hann gengst undir læknisskoðun síðar í dag.