Rasmus Hojlund nýjasti framherji Manchester United segist fara verða klár í slaginn en meiðsli hafa hrjáð kappann.
Hojlund kom meiddur í baki til Manchester United þegar félagið keypti hann frá Atalanta á dögunum.
Hojlund birtir nú færslu á Instagram þar sem hann segist vera klár í slaginn innan tíðar.
United sárvantar mann til að leiða sóknarlínu sína en þessi ungi Dani var keyptur með það í huga, hann er hins vegar enn óskrifað blað.
Hojlund var í eitt ár hjá Atalanta og skoraði níu mörk í ítölsku úrvalsdeildinni en United borgaði tæpar 70 milljónir punda fyrir kauða.