Brynjar tók við starfinu af Helga Sigurðssyni sem sagði því lausu á dögunum. Fyrsta leik undir stjórn Brynjars lauk með 1-1 jafntefli gegn Vestra. Grindvíkingar eru 7 stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.
„Grindvíkingar eru ekki vitlausir. Þeir átta sig á því að það eru minni líkur en meiri að þeir séu að fara upp á þessu tímabili. Þeir eru að einhverju leyti farnir að horfa strax í næsta tímabil líka,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson þættinum.
Hrafnkell Freyr Ágústsson tekur undir þetta.
„Alveg klárlega. Ég held að Grindavík muni líka endurhugsa þetta svolítið í vetur, hvernig þeir ætla að gera þetta. Þeir eru með mikið af eldri leikmönnum. Ég held að Guðjón Pétur verði ekki áfram. Ég held að Óskar Örn segi þetta gott.
Ég held þeir fái yngri og ferskari leikmenn inn í þetta.“