fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Sér fram á breytingar í Grindavík – „Eru ekki vitlausir“

433
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 10:30

Brynjar Björn og hans menn unnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson tók við sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur á dögunum. Liðið hefur verið í vandræðum á tímabilinu í Lengjudeildinni og var það tekið fyrir í nýjasta þætti af hlaðvarpi Lengjudeildarinnar hér á 433.is.

Brynjar tók við starfinu af Helga Sigurðssyni sem sagði því lausu á dögunum. Fyrsta leik undir stjórn Brynjars lauk með 1-1 jafntefli gegn Vestra. Grindvíkingar eru 7 stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Grindvíkingar eru ekki vitlausir. Þeir átta sig á því að það eru minni líkur en meiri að þeir séu að fara upp á þessu tímabili. Þeir eru að einhverju leyti farnir að horfa strax í næsta tímabil líka,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson þættinum.

Hrafnkell Freyr Ágústsson tekur undir þetta.

„Alveg klárlega. Ég held að Grindavík muni líka endurhugsa þetta svolítið í vetur, hvernig þeir ætla að gera þetta. Þeir eru með mikið af eldri leikmönnum. Ég held að Guðjón Pétur verði ekki áfram. Ég held að Óskar Örn segi þetta gott.

Ég held þeir fái yngri og ferskari leikmenn inn í þetta.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Í gær

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir