Marco Silva, stjóri Fulham, hefur staðfest það að hann sé með tilboð á borðinu frá Sádí Arabíu.
Um er að ræða liðið Al-Ahli sem hefur mikinn áhuga á að ráða Portúgalann til starfa.
Silva hefur náð frábærum árangri hjá Fulham en hann kom liðinu upp í efstu deild og hélt því þar örugglega á síðustu leiktíð.
Ljóst er að Silva mun fá mun betur borgað í Sádí Arabíu en hann veit ekki hvað gerist næst.
,,Já ég er með tilboð á borðinu frá Al-Ahli. Samþykki ég það eða ekki? Ég get ekki staðfest það,“ sagði Silva.
Silva bætir við að hann hafi verið trúr Fulham frá því í byrjun og gefur þar með í skyn að samstarfið muni halda áfram.