Jack Grealish hefur síðustu sex daga verið að hella í sig á Ibiza. Myndir af kappanum eftir eitt djammið vekja athygli en þar virkar hann ansi bugaður.
Grealish er búinn að fara til Las Vegas í djammferð áður en hann fór með kærustuna til Frakklands.
Grealish hefur svo verið í alvöru gír á Ibiza með vinum undanfarna daga.
Grealish sást á spjalli við léttklæddar konur eitthvað sem gæti pirrað kærustu hans sem hefur þó ýmislegt fyrirgefið.
Grealish er einn dáðasti sonur enska boltans en hvernig hann er utan vallar er eitthvað sem enska þjóðin tengir ansi vel við.