Harry Maguire gæti farið frá Manchester United og hefur félagið skellt á hann verðmiða.
Maguire gekk í raðir United 2019 frá Leicester fyrir 80 milljónir punda.
Hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og var í aukahlutverki undir stjórn Erik ten Hag á síðustu leiktíð.
Tottenham, Newcastle og West Ham eru öll sögð áhugasöm um Maguire.
Samkvæmt Manchester Evening News hefur United hins vegar skellt 50 milljóna punda verðmiða á Maguire.
Hvort að áðurnefnd félög séu til í að greiða það verður að koma í ljós.