Sádi-Arabíska félagið Al Hilal hefur lagt fram stórt tilboð í Sergej Milinković-Savić, miðjumann Lazio.
Serbinn hefur verið lykilmaður fyrir Lazio undanfarin ár og oft orðaður við stærri lið.
Nú á hann aðeins ár eftir af samningi sínum og þarf að taka ákvörðun um framtíð sína í sumar.
Tilboð Al Hilal í hinn 28 ára gamla Milinković-Savić hljóðar upp á 40 milljónir evra og þá verða leikmanninum boðnar 20 milljónir evra á ári með þriggja ára samningi.
Fjöldi stórstjarna hefur farið til Sádi-Arabíu undanfarið. Hjá Al Hilal yrði Milinković-Savić liðsfélagi Ruben Neves og Kalidou Koulibaly.
Al Hilal have submitted a concrete and important proposal for Lazio midfielder Sergej Milinković Savić. 🔵🇸🇦🇷🇸
Fee around €40m to Lazio, three year deal to Milinković Savić.
Deal depends on the player, Sergej has to decide his future; NO communication on final decision yet. pic.twitter.com/gxvQre0Yv2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2023