fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Alex Freyr sagður á leið í Fylki

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 10. júlí 2023 12:15

Alex Freyr hefur spilað með tveimur liðum í sumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur út fyrir að Alex Freyr Elísson sé á förum frá Breiðabliki en hann er ósáttur við hlutverk sitt.

433.is sagði frá því fyrir helgi að Alex væri ósáttur við spiltíma sinn hjá Breiðabliki á tímabilinu og hyggðist leita annað á láni í komandi félagaskiptaglugga. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga.

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar segir Kristján Óli Sigurðsson frá því að Fylkir verði næsti áfangastaður kappans.

Alex gekk í raðir Íslandsmeistara Blika frá Fram í vetur en hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni það sem af er sumri. Þá er hann oft ekki í leikmannahópi Blika.

Alex er samningsbundinn Breiðabliki tvö tímabil til viðbótar.

Alex var lykilmaður hjá Fram sem var nýliði í Bestu deild karla í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“