Valur er búið að jafna Breiðablik að stigum í Bestu deild kvenna eftir leik við Selfoss í dag.
Sigur Vals var aldrei í hættu en Selfoss hefur spilað afar illa í sumar og er á botninum með aðeins sjö stig eftir 12 leiki.
Valur vann 3-0 sigur á Selfossi og er með 26 stig líkt og Blikar en þó töluvert verri markatölu.
Þá vann ÍBV lið Þór/KA nokkuð óvænt 2-0 á útivelli en ÍBV var að vinna sinn þriðja sigur í sumar en er ennþá í fallsæti.
FH hafði þá betur gegn Tindastól 1-0 þar sem Esther Rós Arnarsdóttir skoraði eina mark leiksins.
Selfoss 0 – 3 Valur
0-1 Haley Berg
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir
0-3 Bryndís Arna Níelsdóttir(víti)
Þór/KA 0 – 2 ÍBV
0-1 Olga Sevcova
0-2 Holly Oneill
FH 1 – 0 Tindastóll
1-0 Esther Rós Arnarsdóttir