Cristiano Ronaldo er í dag í hamingjusömu sambandi með Georginu Rodriguez. Hún er þó langt frá því að vera fyrsta kærasta hans.
Ronaldo hefur verið með fjöldanum öllum af stjörnum og tók breska götublaðið The Sun saman lista yfir þær allar, að minnsta kosti þær sem hann hefur verið með opinberlega.
Gemma Atkinson
Atkinson deitaði Ronaldo aðeins í um fjóra mánuði árið 2007. Hún er í dag með Gorka Marquez og á með honum dóttur.
Paris Hilton
Hittust í stuttan tíma þegar Ronaldo eyddi hluta úr sumri í Kaliforníu árið 2009.
Kim Kardashian
Kim og Ronaldo eyddu aðeins einni kvöldstund saman. Það var í Madríd árið 2010.
Irina Shayk
Ronaldo og Irina voru saman frá 2010 til 2015. Eftir að sambandi þeirra lauk fór hún að vera með leikaranum Bradley Cooper. Sambandi þeirra lauk þó árið 2019.
Imogen Thomas
Thomas og Ronaldo voru saman um skeið árið 2006 og svo aftur árið 2011.
Desiree Cordero
Cordero og Ronaldo saman árið 2016 en sambandinu lauk fljótt. Hún er í dag með Jaquin Correa, leikmanni Lazio.
Jordana Jardel
Jardel var fyrsta alvöru kærasta Ronaldo eftir að hann varð atvinnumaður. Þau voru saman árið 2003.
Merche Romero
Romero er sjónvarpsstjarna sem Ronaldo var með í ár, á milli 2005 og 2006.
Nereida Gallardo
Gallardo og Ronaldo voru aðeins saman um stutt skeið rétt áður en hann fór frá Manchester United til Real Madrid.
Luana Belletti
Luana er systir knattspyrnumannsins Juliano Belletti og kynntust þau í gegnum hann. Luana og Ronaldo fóru á stefnumót en ekki er vitað hversu lengi.
Lucia Villalon
Villalon og Ronaldo voru saman um stutt skeið eftir að sambandi hans við Irinu lauk.
Soraia Chaves
Chaves var með Ronaldo um skeið árið 2006.
Karina Ferro
Ferro og Ronaldo eru sögð hafa verið saman árið 2002, áður en hann varð atvinnumaður.
Bipashi Basu
Indverska fyrirsætan var með Ronaldo um skeið árið 2007.
Georgina Rodriguez
Kærasta Ronaldo til sex ára og er með honum í dag.