Stjóri í MLS-deildinni hefur tjáð sig um Lionel Messi sem er nú genginn í raðir Inter Miami sem leikur í þeirri deild.
Messi kom mörgum á óvart er hann gerði samning við Inter í síðasta mánuði en hann er fyrrum leikmaður Barcelona og Paris Saint-Germain.
Stjórinn umtalaði ræddi við Athetic um komu Messi en hann vildi þó ekki koma fram undir nafni.
Hann segir að deildin þurfi að vernda Messi og að dómarar þurfi að sjá sérstaklega vel um Argentínumanninn.
,,Hann ætti að fá sömu meðferð og Michael Jordan. Allar ákvarðanir ættu að falla með honum,“ sagði þjálfarinn.
Fyrrum varnarmaður Atletico Madrid, Felipe Luis, sagði einnig að Messi hafi verið verndaður af dómurum La Liga á sínum tíma.
,,Hann er verndaður af bæði fjölmiðlum og deildinni. Ég trúi því að deildin sjálf vilji ekki að einn besti leikmaðurinn sé ekki meiddur allan tímann og geti ekki spilað.“