Það er ekkert illt á milli miðjumannsins Mason Mount og varnarmannsins Lisandro Martinez.
Mount er nýjasti leikmaður Manchester United en Martinez skrifaði undir samning við félagið í fyrra.
Mount er uppalinn hjá Chelsea og var allan sinn feril samningsbundinn þar en var seldur fyrir 60 milljónir punda í vikunni.
Þessir tveir ágætu menn rifust heiftarlega á síðustu leiktíð er Chelsea og Man Utd áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
,,Nú elskum við hvorn annan,“ skrifaði Martinez og birti mynd af þeim saman á æfingasvæði Man Utd.
Myndir af þeim saman má sjá hér.