Borussia Dortmund er hætt við þau plön sín um að reyna að krækja aftur í Jadon Sancho sem var seldur frá félaginu fyrir tveimur árum.
Sancho hefur upplifað tvö mjög erfið ár hjá Manchester United og er félagið sagt tilbúið að selja hann fyrir rétt verð.
Sancho kostaði United 75 milljónir punda en Dortmund ætlar ekki að reyna að fá hann aftur.
Segir í þýskum fréttum að Dortmund telji að Julien Duranville sem er 17 ára kantmaður geti orðið jafngóður og jafnvel betri en Sancho.
Dortmund er þess í stað að reyna að kaupa Weston McKennie miðjumann Juventus en hann var á láni hjá Leeds á síðustu leiktíð.
Miðjumaðurinn frá Bandaríkjunum fann ekki taktinn á Englandi en gæti nú fengið tækifæri í Þýskalandi.