Mason Mount verður í treyju númer 7 hjá Manchester United.
United tilkynnti um komu enska miðjumannsins í dag en skiptin höfðu legið í loftinu.
Mount kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.
United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.
Nú er ljóst að Mount fer í sögufrægu sjöuna hjá United. Menn á borð við Cristiano Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona hafa klæðst henni einnig.
Það höfðu verið orðrómar um að ungstirnið Alejandro Garnacho fengi sjöuna hjá United. Nú er ljóst að svo verður ekki.
Umræða fór af stað á samfélagsmiðlum um að það væri vanvirðing við Garnacho að Mount fái sjöuna.
Garnacho hefur hins vegar sett like við færslu um að Mount sé númer sjö og virðist því alveg sáttur við þetta allt saman.
Garnacho likes post of Mason Mount being Manchester United's new no.7. 🤝
He clearly won't have any issues with it so I don't understand why some United fans have a problem with it. pic.twitter.com/UbG99QbtPp
— UF (@UtdFaithfuls) July 5, 2023