fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Töldu leikmann United ósáttan með fréttir dagsins af Mount en hann virðist svara því á samfélagsmiðlum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Mount verður í treyju númer 7 hjá Manchester United.

United tilkynnti um komu enska miðjumannsins í dag en skiptin höfðu legið í loftinu.

Mount kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.

United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.

Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.

Nú er ljóst að Mount fer í sögufrægu sjöuna hjá United. Menn á borð við Cristiano Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona hafa klæðst henni einnig.

Það höfðu verið orðrómar um að ungstirnið Alejandro Garnacho fengi sjöuna hjá United. Nú er ljóst að svo verður ekki.

Umræða fór af stað á samfélagsmiðlum um að það væri vanvirðing við Garnacho að Mount fái sjöuna.

Garnacho hefur hins vegar sett like við færslu um að Mount sé númer sjö og virðist því alveg sáttur við þetta allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“