Carlo Ancelotti mun taka við sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir komandi tímabil með Real Madrid.
Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta í gærkvöldi og að Ancelotti yrði þjálfari á Copa America næsta sumar.
Ítalski stjórinn hefur lengi verið orðaður við starfið hjá Brasilíu og nú er ljóst að hann mun taka við.
Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real Madrid.
Ancelotti hefur stýrt Real Madrid frá því um sumarið 2021 en hann var einnig við stjórnvölinn frá 2013 til 2016.
Brasilía verður fyrsta landsliðið sem Ancelotti stýrir. Hann var þó aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins á fyrri hluta tíunda áratugarins.