Elmar Kári Enesson Gogic, leikmaður Aftureldingar, var valinn leikmaður 9. umferðar í Lengjudeild karla og á hann einnig mark umferðarinnar.
Hrafnkell Freyr Ágústsson tilnefnir besta leikmann og flottasta markið í lok hvers þáttar af Lengjudeildarmörkunum, sem sýnd eru hér á 433 og í Sjónvarpi Símans.
Elmar skoraði tvö mörk í 4-3 sigri Aftureldingar á Fjölni í síðustu viku í toppslag Lengjudeildarinnar. Afturelding er nú með 5 stiga forskot á toppi deildarinnar.
„Þetta var auðvelt val. Að skora tvö mörk í þessum toppslag,“ segir Hrafnkell í Lengjudeildarmörkunum.
Fyrra mark Elmars gegn Fjölni var valið það flottasta í umferðinni.
„Ég reyndi að finna einhvern annan en það var erfitt að líta framhjá honum.“