Hjá Paris Saint-Germain eru menn á fullu að reyna að landa Gabri Veiga frá Celta Vigo. Guardian greinir frá.
Um er að ræða afar spennandi 22 ára gamlan miðjumann.
Chelsea, Liverpool og Manchester City hafa öll mikinn áhuga á Veiga en PSG reynir að sigra kapphlaupið.
Veiga átti frábært tímabil með Celta Vigo á síðustu leiktíð, skoraði 11 mörk og lagði upp 4 í La Liga.
Veiga er metinn á 30 milljónir evra á Transfermarkt.