Mauricio Pochettino er mættur til starfa hjá Chelsea en þetta er hans fyrsti vinnudagur eftir að hafa skrifað undir fyrir nokkrum vikum.
Pochettino var rekinn fyrir ári síðan frá PSG og vildi bíða með að taka við Chelsea þangað til 1 júlí. Þannig fékk hann allt sitt greitt frá PSG.
Pochettino er vel þekkt stærð á Englandi en hann hefur stýrt bæði Tottenham og Southampton á Englandi.
Pochettino og Chelsea hafa verið að taka til í leikmannahópi sínum í sumar og er búist við að Pochettino sækji einhverja leikmenn á næstu vikum.
Hér að neðan er myndband af Pochettinho að mæta til vinnu.
This is where it starts. 👊#WelcomePoch pic.twitter.com/scmF0ThuON
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 3, 2023