Newcastle United hefur staðfest stóru kaup sín en félagið hefur gengið frá samningi við Sandro Tonali sem kemur frá AC Milan.
Samkomulag um kaupin náðist á dögunum en Tonali var að keppa með U21 árs liði Ítalíu á Evrópumótinu.
Tonali gerir fimm ára samning við Newcastle sem leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Toonali. ⚫️⚪️
Let’s go. 👊 pic.twitter.com/rpGaDl8KHC
— Newcastle United FC (@NUFC) July 3, 2023
Tonali er 23 ára gamall og hefur verið í stóru hlutverki hjá AC Milan undanfarin ár en heldur nú til Englands.
Tonali hefur spilað 14 A-landsleiki fyrir Ítalíu en Newcastle borgar um 50 milljónir punda fyrir kauða.