Beppe Marotta, stjórnarformaður Inter Milan, hefur staðfest það að Manchester Urnited hafi áhuga á Andre Onana.
Onana er markmaður Inter og stóð sig vel á síðustu leiktíð en hefur einnig verið orðaður við Chelsea.
Man Utd virðist vera líklegasti áfangastaður Onana sem var áður hjá Ajax og vakti verulega athygli þar.
Samkvæmt blaðamanninum Alfredo Pedulla er Man Utd tilbúið að bjóða 45 milljónir evra í markvörðinn.
Inter er tilbúið að hlusta á boð í Onana en er þó talið vilja fá 50 milljónir punda.
,,Manchester United hefur sagt frá áhuga sínum á Onana sem gæti orðið að tilboði á næstu dögum,“ sagði Marotta.
,,Um leið og það á sér stað þá mun félagið fara vel yfir þau mál.“